Samkvæmt lögum nr. 140/2018 sem tóku gildi 1. janúar 2019 ber Auði og öllum öðrum bönkum skylda til að kanna hvort aðilar séu í sérstökum áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Þeir einstaklingar sem falla í þennan flokk eru innlendir eða erlendir einstaklingar, sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, ásamt nánustu fjölskyldu þeirra og nánum samstarfsmönnum.
Til háttsettra einstaklinga í opinberri þjónustu teljast: þjóðhöfðingjar, ráðherrar og staðgenglar ráðherra eða aðstoðarráðherrar, þingmenn, einstaklingar í framkvæmdastjórn stjórnmálaflokka, hæstaréttardómarar eða landsréttardómarar, hæstráðendur seðlabanka, sendiherrar, staðgenglar sendiherra, fulltrúar í stjórn, framkvæmdastjórn eða eftirlitsstjórn fyrirtækja í eigu ríkis, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og stjórnarmenn alþjóðasamtaka og alþjóðastofnana.
Til nánustu fjölskyldu teljast: maki, sambúðarmaki í skráðri sambúð, börn, stjúpbörn og makar þeirra eða sambúðarmakar í skráðri sambúð og foreldrar viðkomandi einstaklinga.
Til náinna samstarfsmanna teljast: einstaklingar sem vitað er að hafi verið raunverulegir eigendur lögaðila með einstaklingi sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu eða aðrir þekktir samstarfsmenn, einstaklingar sem hafa átt náin viðskiptatengsl við einstakling sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu, einstaklingur sem er einn raunverulegur eigandi lögaðila sem vitað er að var stofnaður til hagsbóta fyrir einstakling sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu.
Ef ekkert af þessu á við um þig ertu ekki í sérstökum áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla lögum samkvæmt.