Bundinn reikningur

Þessi reikningur hentar þeim sem vilja fá enn betri vexti gegn því að binda peningana í þrjá mánuði.

  • Vextir á bundnum reikningum taka mið af vaxtastigi á fjármálamarkaði á hverjum tíma.
  • Reikningurinn er fastvaxtareikningur en það þýðir að þeir vextir sem eru í gildi á stofndegi reiknings gilda út allan binditímann. 
  • Bundnir reikningar Auðar eru óverðtryggðir.
  • Vextir eru greiddir út um hver mánaðarmót yfir binditíma og millifærðir á sparnaðarreikning þinn hjá Auði og því lausir til úttektar á greiðsludegi.
  • Að reikningur sé bundinn þýðir að ekki er hægt að millifæra út af honum á meðan binditíma stendur.
  • Þegar binditíma lýkur er innstæðan millifærð aftur inn á sparnaðarreikning þinn hjá Auði.
  • Samanlögð innstæða bundins reiknings og sparnaðarreiknings þarf að vera minnst 250.000 kr.
  • Vextir eru gefnir upp á ársgrundvelli.

Sjá nánari upplýsingar á síðunni Algengar spurningar

Hvernig stofna ég reikning? Vaxtatafla