Hvernig stofna ég sparnaðarreikning?

Það tekur aðeins nokkrar mínútur að stofna reikning hjá Auði og ferlið er einfalt og þægilegt fyrir alla. Til þess að stofna reikning þarftu að vera með íslenska kennitölu, hafa náð 18 ára aldri og vera með skattalegt heimilisfesti á Íslandi. Svo fylgirðu eftirfarandi leiðbeiningum:

  • Ýtir á hnappinn „Stofna reikning“ sem er bæði á forsíðu Auðar og hér fyrir neðan.
  • Auðkennir þig með rafrænum skilríkjum (sértu ekki með rafræn skilríki er hægt að sækja um þau á skilriki.is).
  • Svarar nokkrum einföldum spurningum.

Reikningurinn verður virkur um leið og hann hefur verið stofnaður.

Hér geturðu stofnað reikning og byrjað að spara með Auði.

 Stofna sparnaðarreikning