Algengar spurningar

Auður er fjármálaþjónusta á netinu sem býður upp á sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga. Auður veitir þjónustu einungis á netinu en með því að bjóða upp á afmarkaða þjónustu nær Auður að halda kostnaði í lágmarki og þannig skapa svigrúm til að bjóða viðskiptavinum upp á betri innlánskjör. Auður er vörumerki í eigu Kviku banka hf.

Þú getur stofnað reikning á síðunni með því að auðkenna þig með rafrænum skilríkjum og svara nokkrum spurningum.

Kvika er með viðskiptabankaleyfi frá Fjármálaeftirlitinu og Auður er vörumerki í eigu Kviku. Innlán hjá Auði er því jafngilt því að vera með innlánsreikning hjá Kviku.

Nei, eingöngu er hægt að opna reikning fyrir einstaklinga.

Já, það er nauðsynlegt að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.

Það tekur nokkrar mínútur að stofna reikning.

Þú þarft að hafa náð 18 ára aldri til þess að stofna reikning.

Reikningurinn verður virkur um leið og hann hefur verið stofnaður.

Nei, Auður er ekki með útibú og einmitt þess vegna er hægt að bjóða viðskiptavinum hagstæðari kjör.

Nei, Auður er ekki með app en það er í skoðun að bjóða upp á það. 

Nei, það er ekki í gildi nein ríkisábyrgð á bankareikningnum á Íslandi. Auður er vörumerki Kviku banka hf. Það merkir að reikningur þinn er í reynd lán til Kviku banka hf. Sparnaðarreikningurinn þinn nýtur forgangs við slitameðferð eða gjaldþrot samkvæmt lögum og er tryggður hjá Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta (www.tif.is). Hámarks tryggingarfjárhæð er bundin gengi evru og jafngildir á hverjum tíma 20.887 evrum.

Þú þarft að vera með íslenska kennitölu, skattalegt heimilisfesti á Íslandi og rafræn skilríki útgefin á Íslandi til að geta stofnað reikning. Eins og er geta bandarískir ríkisborgarar ekki stofnað reikning hjá Auði.

Nei, það er ekki hægt. Þjónusta Auðar er einstaklingsbundin.

Nei, þjónusta Auðar er einungis fyrir fjárráða einstaklinga og þess vegna 18 ára og eldri.

Samkvæmt lögum nr. 140/2018 sem tóku gildi 1. janúar 2019 ber Auði og öllum öðrum bönkum skylda til að kanna hvort aðilar séu í sérstökum áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Þeir einstaklinga sem falla í þennan flokk eru innlendir eða erlendir einstaklingar,  sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, ásamt nánustu fjölskyldu þeirra og nánum samstarfsmönnum.

Til háttsettra einstaklinga í opinberri þjónustu teljast: þjóðhöfðingjar, ráðherrar og staðgenglar ráðherra eða aðstoðarráðherrar, þingmenn, einstaklingar í framkvæmdastjórn stjórnmálaflokka,  hæstaréttardómarar eða landsréttardómarar, hæstráðendur seðlabanka, sendiherrar, staðgenglar sendiherra, fulltrúar í stjórn, framkvæmdastjórn eða eftirlitsstjórn fyrirtækja í eigu ríkis, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og stjórnarmenn alþjóðasamtaka og alþjóðastofnana.

Til nánustu fjölskyldu teljast: maki, sambúðarmaki í skráðri sambúð, börn, stjúpbörn og makar þeirra eða sambúðarmakar í skráðri sambúð og foreldrar viðkomandi einstaklinga.

Til náinna samstarfsmanna teljast: einstaklingar sem vitað er að hafi verið raunverulegir eigendur lögaðila með einstaklingi sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu eða aðrir þekktir samstarfsmenn, einstaklingar sem hafa átt náin viðskiptatengsl við einstakling sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu, einstaklingur sem er einn raunverulegur eigandi lögaðila sem vitað er að var stofnaður til hagsbóta fyrir einstakling sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu. 

Ef ekkert á þessu við um þig ertu ekki í sérstökum áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla lögum samkvæmt.

Sparnaðarreikningar Auðar eru óverðtryggðir með breytilegum vöxtum. Sparnaðarreikningurinn ber nú 3,0% vexti og eru vextir greiddir út mánaðarlega sem jafngildir 3,03% vöxtum á ársgrundvelli. Vaxtakjör eru háð ákvörðun Auðar hverju sinni og taka mið af vaxtastigi á fjármálamarkaði. Breytingar á vöxtum taka gildi frá birtingu þeirra á heimasíðu Auðar.

Sparnaðarreikningar Auðar bera óverðtryggða vexti.

Vextir eru greiddir mánaðarlega, fyrsta daginn sem bankar eru opnir á Íslandi. Af öllum vaxtatekjum af inneignum ber að halda eftir staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts.

Innborganir bera vexti frá innborgunardegi að útborgunardegi þar sem útborgunardagar bera ekki vexti. Ef millifært er um helgi eða eftir klukkan 21:00 á virkum degi er innborgunardagur næsti virki dagur.

Áfallnir vextir eru uppsafnaðir vextir sem sparnaðarreikningurinn hefur áunnið sér frá síðasta vaxtaútborgunardegi. Vextir eru greiddir út mánaðarlega, fyrsta virka dags hvers mánaðar, og bætast þeir þá við innstæðu sparnaðarreiknings.

Auður er með gott yfirlit yfir áfallna vexti og þá vexti sem hafa verið greiddir inn á sparnaðarreikninginn síðustu tólf mánuði.  Staða áfallinna vaxta er uppfærð alla virka daga en vextir sem falla til um helgi uppfærast á mánudögum. Auk þess birtir Auður vaxtaprósentu sparnaðarreiknings á hverjum tíma.

Allir reikningar bera 3,0% vexti. Það á líka við um reikninga sem eru undir lágmarksupphæð. Þú getur því strax byrjað að spara og fengið sanngjarna vexti.

Þar sem Auður heldur yfirbyggingu í lágmarki og veitir afmarkaða þjónustu þá nær Auður að halda kostnaði í lágmarki og bjóða viðskiptavinum upp á betri innlánskjör.

Vextir eru greiddir út mánaðarlega. Í hverjum mánuði eru 30 vaxtadagar og 360 vaxtadagar í árinu.

Með því að velja aðgerðina „Taka út" er einfalt að millifæra af sparnaðarreikningi yfir á ráðstöfunarreikninginn þinn.

Sparnaðarreikningurinn er óbundinn og því laus til úttektar. Eftir klukkan 21:00 birtist millifærslan ekki fyrr en daginn eftir. Upphæðir yfir 10.000.000 kr. fara í gegnum stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands sem er lokað eftir klukkan 16:00 á daginn og opnar aftur næsta virka dag. Ekki er hægt að millifæra út af reikningi sama dag og hann er stofnaður.

Ráðstöfunarreikningur er bankareikningur í þinni eigu sem þú velur. Þegar þú millifærir út af sparnaðarreikningi Auðar er upphæðin lögð inn á ráðstöfunarreikninginn þinn. 

Nei, ráðstöfunarreikningurinn þarf að vera reikningur í þinni eigu hjá íslenskri bankastofnun og í íslenskri mynt.

Sparnaðarreikningar bera hærri vexti en veltureikningar en á móti eru greiðslumöguleikar takmarkaðir. Einfalt og fljótlegt er að millifæra af sparnaðarreikningi Auðar yfir á ráðstöfunarreikninginn þinn. Sparnaðarreikningurinn verður einnig öruggari þar sem eingöngu er hægt að millifæra á reikning í þinni eigu.

Það þarf að stofna reglulegar greiðslur í þeim banka sem greiðslurnar fara út af. Flestir viðskiptabankar bjóða upp á reglulegar greiðslur af reikningum.

Nei, það eru engin fjárhæðartakmörk fyrir millifærslur en millifærslur yfir 10.000.000 kr. þarf að framkvæma fyrir klukkan 16:00 á virkum dögum.

Nei, það eru engin takmörk fyrir því hversu oft er hægt að millifæra.

Með því að ýta á lásinn uppi í hægra horninu er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Þegar notkun í netbanka Auðar er lokið mælum við með að notendur skrái sig alltaf út með „Útskrá“ hnappinum uppi í hægra horninu.

Lágmarksupphæð á sparnaðarreikningum Auðar er 250.000 kr. Þú hefur hins vegar 180 daga til þess að safna þeirri upphæð.

Sparnaðarreikningar með lága upphæð eru hlutfallslega dýrir þar sem fastur kostnaður, sem fjármálafyrirtæki greiða, leggst á hvern reikning. Þetta er því lágmarksupphæðin sem þarf til að stofna reikning svo hægt sé að bjóða upp á bestu mögulegu innlánsvexti hverju sinni.

Ef reikningurinn þinn hefur verið undir lágmarksupphæð í 180 daga er honum lokað. Ef það er innstæða á reikninginum þegar honum er lokað er innstæðan millifærð á ráðstöfunarreikninginn þinn. Hægt er að breyta ráðstöfunarreikningi í stillingum.

Nei, það er engin hámarksupphæð.

Sparnaðarreikningar Auðar eru gjaldfrjálsir og bera engin færslugjöld.

Reikningar Auðar eru sparnaðarreikningar og þar af leiðandi er ekki hægt að fá debetkort. Einfalt mál er að millifæra af sparnaðarreikningi Auðar á ráðstöfunarreikning eiganda.

Nei, það er einungis einn reikningur á hverja kennitölu.

Nei, aðeins eigandi reikningsins getur notað hann og millifært með sínum rafrænu skilríkjum

Hvergi. Auður borgar þér vexti, en rukkar þig ekki.

Öryggi er Auði mikilvægt. Netbanki Auðar er hýstur í ISO 27001 vottuðu umhverfi og eru öll samskipti við netbanka Auðar dulkóðuð til þess að tryggja að óviðkomandi aðilar komist ekki í upplýsingarnar þínar. Netbanki Auðar nýtir rafræn skilríki til auðkenningar en auðkenning með rafrænum skilríkjum er talin ein sú öruggasta sem í boði er.

Ef þú týnir símanum þínum skaltu fylgja einhverjum af eftirfarandi þremur skrefum:

  • Hafa samband við símafélagið þitt og óska eftir lokun á SIM-kortinu í símanum því þá afturkallast rafrænu skilríkin sjálfkrafa og verða ónothæf.
  • Hafa samband við Auðkenni (útgefandi rafrænna skilríkja) og láta loka rafrænu skilríkjunum.
  • Ef þú átt fleiri rafræn skilríki getur þú skráð þig inn á https://mitt.audkenni.is/ og afturkallað skilríkin sjálf(ur).

Finna má ýmsar almennar spurningar og svör vegna rafrænna skilríkja á vef Auðkennis, https://www.audkenni.is/adstod/spurningar-svor/. Einnig má finna ýmsar gagnlegar spurningar og svör á vef ríkisskattstjóra, https://www.skilriki.is/notendur/sos/.

Ef þú skiptir um símanúmer eða SIM-kort þarftu að fá ný rafræn skilríki. Það gerir þú með því að fara aftur á skráningarstöð með ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini og fá ný skilríki virkjuð.